Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Austfirskt æfingamót hefur göngu sína
Úr leik hjá Fjarðabyggð og Leikni Fáskrúðsfirði.
Úr leik hjá Fjarðabyggð og Leikni Fáskrúðsfirði.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Austurfrétt greinir frá því að um helgina muni hefjast nýtt æfingamót sem ber heitið Austurlandsmótið.

Markmiðið með þessu móti er að gefa ungum austfirskum leikmönnum fleiri tækifæri á samkeppnishæfum leikjum á undirbúningstímabilinu.

Tvö lið frá Fjarðabyggð auk liða frá Hetti/Huginn, Leikni og Sindra eru skráð til þátttöku í mótinu sem leikið verður í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði. Fyrstu leikirnir verða um helgina og teygja sig svo yfir næstu fimm helgar, auk þess sem ein umferð verður leikin í miðri viku. Fyrst verður leikið með deildarfyrirkomulag en síðar úrslitakeppni.

„Fjarðabyggð á lítinn séns í lið úr efri hluta úrvalsdeildar sem jafnvel er að berjast um að komast í Evrópukeppnina. Mót eins og þetta er meira heillandi fyrir unga leikmenn, að spila þéttar og meira. Ég held þetta sé jákvætt fyrir Austurland að vera komið á þann stað að geta haldið úti okkar eigin móti," segir Helgi Freyr Ólason, formaður knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, við Austurfrétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner