Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 13:20
Magnús Már Einarsson
Davíð sagður velja á milli Breiðabliks og Vals
Davíð Örn Atlason
Davíð Örn Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkings R, kvaddi liðsfélaga sína í gærkvöldi og er á förum frá félaginu. Þetta kemur fram í Dr. Football í dag.

Í þættinum kemur fram að Davíð sé nú að velja á milli þess að fara í Breiðablik eða Val og að hann ætli að taka ákvörðun á morgun.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfesti við Fótbolta.net í gær að félagið hefði fengið tilboð í fleirtölu í Davíð.

Davíð er 26 ára og er einn besti bakvörður Pepsi Max-deildarinnar. Samningur hans við Víkinga rennur út næsta haust.

Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Víkingum síðan 2015 en hann lék sína fyrstu Íslandsmóstleiki fyrir félagið 2012.
Athugasemdir
banner
banner