Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA lokar á alla umræðu um evrópska Ofurdeild: Hótar bönnum
Mynd: Getty Images
Formenn allra helstu knattspyrnusambanda heims eru búnir að skrifa undir yfirlýsingu gegn því að evrópsk Ofurdeild verði sett á laggirnar.

Undanfarin ár hefur verið uppi umræða um að búa til Ofurdeild með sterkustu liðum helstu deilda Evrópu og eru skiptar skoðanir á mögulegum áhrifum þess.

„FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að svoleiðis keppni yrði ekki samþykkt. Öll félög og allir leikmenn sem myndu taka þátt í lokaðri 'Ofurdeild' yrðu bannaðir frá þátttöku í öllum opinberum keppnum," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Formenn FIFA, UEFA, AFC, CAF, CONCACAF, CONMEBOL og OFC skrifuðu undir yfirlýsinguna.

Knattspyrnufélög á borð við Juventus, Barcelona, Manchester City og PSG eru sögð hafa áhuga á evrópskri Ofurdeild.
Athugasemdir
banner
banner
banner