Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Mér að kenna - Erfitt að útskýra hvað gerðist
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp er svekktur eftir tap á heimavelli gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku deildinni síðan í apríl 2017, eða fyrir 68 heimaleikjum síðan.

„Þetta er eins og að vera kýldur í framan eða hvað sem þið segið hérna á Englandi," sagði Klopp að leikslokum. „Auðvelda útskýringin er að þetta er mér að kenna. Það er á minni ábyrgð að leikmönnum líði vel og þeir séu fullir sjálfstrausts á vellinum. Hugarfar leikmanna er á minni ábyrgð."

Ashley Barnes gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á lokakaflanum eftir að Alisson var dæmdur brotlegur innan eigin vítateigs.

„Alisson segist ekki hafa snert sóknarmanninn en ég get ekki tjáð mig því ég er ekki búinn að sjá atvikið endursýnt."

Sóknarleikurinn hjá Liverpool er hikstandi og hefur liðinu mistekist að skora í síðustu fjórum úrvalsdeildarleikjum.

„Strákarnir eru að taka rangar ákvarðanir og það er mjög erfitt að útskýra hvað gerðist, hvernig við fórum úr 7-0 sigrum yfir í þetta. Það er undir mér komið að passa að strákarnir séu rétt stemmdir.

„Við erum ekki að leita að blórabögglum, það sem við þurfum að gera er að standa saman og halda áfram að spila góðan fótbolta. Við þurfum bara að taka réttar ákvarðanir í sóknarleiknum."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner