Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja nær öruggt að Cecilía fari út eftir að Fylkir samdi við Tinnu
Tinna Brá samdi við Fylki á dögunum.
Tinna Brá samdi við Fylki á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir samdi á dögunum við markvörðinn efnilega Tinnu Brá Magnúsdóttur. Hún kemur til félagsins frá Gróttu.

Tinna er aðeins sex­tán ára göm­ul en hún lék alla 17 leiki Gróttu í 1. deild­inni á síðasta tímabili.

Þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, sem stýra hlaðvarpsþættinum Heimavellinum, telja þetta vera skýr skilaboð um að Cecilía Rán Rúnarsdóttir sé á leið frá Fylki. Cecilía hefur verið orðuð við félög erlendis, þar á meðal Everton á Englandi.

„Ég hitti Cecilíu í fyrra dag og hún vildi ekkert segja hvað væri að fara að gerast," sagði Hulda í Heimavellinum.

„Þetta eru nú ansi skýr skilaboð að það sé verið að sækja einn efnilegasta markvörðinn úr Lengjudeildinni síðasta sumar," sagði Mist og bætti Hulda við: „Hún er ekki að koma til að sitja á bekknum held ég. Tveir plús tveir eru líklega fjórir."

Hlusta má á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.

Heimavöllurinn - Markahæsti markvörðurinn kælir hanskana og 101 eignast fótboltalið
Athugasemdir
banner
banner