Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir í heimsmet þegar Barcelona og Real Madrid etja kappi
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari.
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari.
Mynd: EPA
Það bendir allt til þess að það verði sett heimsmet í áhorfendafjölda á kvennaleik í fótbolta þegar erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid mætast í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn, sem verður seinni leikurinn í einvíginu, mun fara fram á hinum magnaða leikvangi, Camp Nou í Barcelona.

Barcelona segir að 85 þúsund miðar hafi selst á leikinn á þremur dögum. Það er meiri fjöldi en mætir að meðaltali á leiki hjá karlaliði Börsunga.

Heimsmetið í áhorfendafjölda á kvennaleik var sett á Spáni árið 2019 þegar Barcelona spilaði við Atletico Madrid. Það mættu 60,739 á þann leik.

Það er ljóst að það er gríðarlegur áhugi á þessum leik og þessu einvígi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og er mun sigurstranglegri.

Þess má geta að Real Madrid var með Breiðabliki í riðli í Meistaradeildinni; Frá Kópavogsvelli á Camp Nou.
Athugasemdir
banner
banner