Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2023 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Innslag úr klefa Liverpool - „Virka hálf bensínlausir og andlega þreyttir"
Þegar að Mo Salah og Nunez, til dæmis, eru ekki að skila mörkum þarf hjálpin að koma annars staðar frá
Þegar að Mo Salah og Nunez, til dæmis, eru ekki að skila mörkum þarf hjálpin að koma annars staðar frá
Mynd: EPA
Liverpool þarf mörk frá miðjumönnunum.
Liverpool þarf mörk frá miðjumönnunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool mætir Chelsea í stórleik dagsins í enska boltanum kl. 12.30 en liðin hafa verið í vandræðum á tímabilinu og liggja í 9. og 10. sæti deildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson frá Símanum Sport eru á leiknum og hituðu upp fyrir hann í búningsklefa Liverpool.

„Liverpool þarf mörk frá miðjumönnunum. Þegar að Mo Salah og Nunez, til dæmis, eru ekki að skila mörkum þarf hjálpin að koma annars staðar frá," segir Gylfi og Bjarni tekur undir.

„Liverpool er of aftarlega á vellinum og mótherja þeirra eru farnir að lesa þá. Þetta tengist allt saman."

Gylfi bætir við að orkuleysi ríki í Liverpool-liðinu: „Þeir virka hálf bensínlausir og andlega þreyttir. Nú verða menn þarna að rífa sig í gang," segir Gylfi Einarsson.

Innslag Símans Sports úr klefa Liverpool má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner