Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   lau 21. janúar 2023 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Wolfsburg slátraði Freiburg - Union aftur á sigurbraut
Wolfsburg gerði lítið úr Freiburg
Wolfsburg gerði lítið úr Freiburg
Mynd: EPA
Union vann góðan sigur í dag
Union vann góðan sigur í dag
Mynd: EPA
Union Berlín er komið aftur á sigurbraut í þýsku deildinni eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Hoffenheim í dag.

Union var í toppmálum framan af tímabili og sat í toppsætinu en svo kom slæmur kafli og náði liðið aðeins í eitt stig úr síðustu þremur leikjunum fyrir HM í Katar.

Liðið kom með betri orku inn í leikinn gegn Hoffenheim í dag og skoraði þrjú mörk. Liðið lenti undir en á síðustu tuttugu mínútunum opnuðust flóðgáttirnar. Danilho Doekhi skoraði tvívegis áður en varamaðurinn Jamie Leweling gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Union er í 3. sæti með 30 stig en Hoffenheim í 12. sæti með 18 stig.

Wolfsburg slátraði þá Freiburg nokkuð óvænt, 6-0. Freiburg hefur verið með bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili en fékk svakalegan skell í dag.

Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik og það nokkuð sanngjarnt þar sem Jonas Wind gerði tvö og Patrick Wimmer eitt en í þeim síðari bætti liðið við þremur til viðbótar og fagnaði mögnuðum sigri.

Eintracht Frankfurt vann 3-0 sigur á botnliði Schalke en öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 3 - 1 Hoffenheim
0-0 Jordan Siebatcheu ('25 , Misnotað víti)
0-1 Ihlas Bebou ('43 )
1-1 Danilho Doekhi ('73 )
2-1 Danilho Doekhi ('89 )
3-1 Jamie Leweling ('90 )

Eintracht Frankfurt 3 - 0 Schalke 04
1-0 Jesper Lindstrom ('22 )
2-0 Rafael Borre ('84 )
3-0 Aurelio Buta ('90 )

Wolfsburg 6 - 0 Freiburg
1-0 Patrick Wimmer ('1 )
2-0 Jonas Wind ('28 )
3-0 Jonas Wind ('37 )
4-0 Yannick Gerhardt ('55 )
5-0 Ridle Baku ('80 )
6-0 Luca Waldschmidt ('90 , víti)

Bochum 3 - 1 Hertha
1-0 Philipp Hofmann ('22 )
2-0 Keven Schlotterbeck ('44 )
3-0 Philipp Hofmann ('56 )
3-1 Suat Serdar ('87 )

Stuttgart 1 - 1 Mainz
1-0 Sehrou Guirassy ('36 )
1-1 Marcus Ingvartsen ('40 , víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner