Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 21. janúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City að fá miðvörð frá Síerra Leóne - Lánaður til Lens
Juma Bah er að ganga til liðs við Manchester City frá Villarreal samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Bah er 18 ára gamall miðvörður og kemur frá Síerra Leóne. Hann er á láni hjá Villarreal frá AIK Freetong í Síerra Leóne.

Romano greinir frá því að Man City ætli að lána hann strax til Lens en það er greinilega gott samband þarna á milli þar sem City keypti Abdukodir Khusanov frá Lens í gær.

Bah hefur komið við sögu í tíu leikjum í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner