Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. febrúar 2021 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin í kjörstöðu á SheBelieves-mótinu
Christen Press, leikmaður Man Utd, var á skotskónum.
Christen Press, leikmaður Man Utd, var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Bandaríska kvennalandsliðið er ógnarsterkt og það hefur verið að gera vel á SheBelieves-mótinu sem haldið er í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn var mótinu ekki frestað í ár en keppnisliðin í ár eru fjögur; Bandaríkin, Kanada, Argentína og Brasilía. Japan þurfti að draga sig úr leik vegna heimsfaraldursins og kom Argentína inn í staðinn.

Bandaríkin hafa unnið þetta mót í þremur af þeim fimm skiptum sem það hefur verið haldið og það eru góðar líkur á því að þær beri sigur úr býtum í fjórða sinn í ár.

Heimsmeistararnir lögðu Brasilíu að velli í kvöld, 2-0. Christen Press, leikmaður Manchester United, skoraði fyrra mark liðsins og stórstjarnan Megan Rapinoe innsiglaði svo sigurinn.

Það er bara spilað í riðlakeppni og eru Bandaríkin með sex stig eftir tvo leiki. Brasilía er með þrjú stig. Bæði Argentína og Kanada eru án stiga eftir að hafa spilað einn leik en þau mætast á eftir. Bandaríkin mæta Argentínu í lokaleik þar sem þeim dugir jafntefli til að taka gullið.
Athugasemdir
banner
banner