Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. febrúar 2021 12:00
Aksentije Milisic
Freyr: Munum sakna Heimis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al-Arabi, segir að liðið muni sakna Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, en Al-Arabi mætir lærisveinum Xavi í Al Sadd á morgun.

Heimir Hallgrímsson greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðasta og því ljóst að hann verður fjarri góðu gamni í leiknum á morgun. Því mun Freyr stjórna liðinu.

„Við munum klárlega sakna Heimis, hann er með frábæra nærveru. Við munum samt undirbúa okkur eins og við gerum alltaf og þetta er frábært tækifæri fyrir leikmenn til þess að sýna leiðtogahæfileika sína," sagði Freyr á fundi fyrir leikinn.

„Við erum að reyna halda sama ákafa og hefur verið hjá okkur undanfarið svo það verða ekki margar breytingar á leikskipulaginu okkar fyrir þennan leik."

„Það verður hins vegar slæmt að hafa ekki Heimi. Við vonumst eftir því að hann muni snúa aftur til baka sem allra fyrst," bætti Freyr við.

Þá tjáði hann sig aðeins um spilamennsku liðsins.

„Að mínu mati erum við besta liðið þegar kemur að varnarleik. Við erum alltaf að reyna bæta okkur. Við vitum styrkleika okkur og erum að vinna í veikleikunum. Ef við trúum á okkur sjálfa þá getum við unnið hvaða lið sem er."

Al-Arabi hefur gengið illa gegn Al Sadd í gegnum tíðina en vonandi að það breytist á morgun.
Athugasemdir
banner
banner