Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 10:00
Aksentije Milisic
Kane til PSG - Man Utd ætlar að klára kaup á Grealish í sumar
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins en í honum er rætt og ritað um Jack Grealish, Erling Braut Haaland, Harry Kane, Sergio Aguero og fleiri góða. _____________________________________________


Mauricio Pochettino vill fá Harry Kane (27) til PSG næsta sumar ef annaðhvort Mpabbe (22) eða Neymar (29) yfirgefi félagið í sumar. (Sunday Mirror)

Þjálfari Leicester City, Brendan Rodgers, er líklegastur til þess að vera næsti þjálfari Tottenham Hotspur. Hann var nálægt því að taka við liðinu fyrir níu árum. (Football Insider)

Jack Grealish (25) verður aðalskotmark Manchester United í félagsskiptaglugganum í sumar en liðið ætlar sér að klára kaup á honum eftir að það klikkaði síðasta sumar. (Daily Star)

Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, mun biðja um fimm ára samning sem verður 78 milljóna punda virði, til þess liðs sem ætlar að fá hann í sumar. (Sunday Mirror)

Sergio Aguero (32) og Erling Braut Haaland eru á óskalista Barcelona næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Mikel Arteta hefur gefið það í skyn að félagið ætli sér að reyna að halda Martin Odegaard (22) lengur hjá félaginu heldur en núverandi samningur segir til um. (Times)

Leicester ætlar að bjóða í Ivan Toney (24), framherja Brentford City. (Sunday Mirror)

Arsenal hefur mikinn áhuga á Odilon Kossounou (20), miðjumanni Club Brugge. Félagið vill kaupa hann næsta sumar. (Sunday Mirror)

Tottenham verða í baráttuni um miðjumann RB Leipzig, Marcel Sabitzer (26), næsta sumar. (Team Talk)

Liverpool er að skoða varnarmann Brighton, Ben White (23) og gæti liðið reynt að koma hann næsta sumar. (Football Insider)

Manchester United er að fylgjast með Jarrad Branthwait (20). Hann er varmaðurmaður hjá Everton sem er á láni hjá Blackburn. (Mail on Sunday)

Louis van Gaal hefur sagt að hann reyndi að fá John Stones til Manchester United á sínum tíma. Stones hafi hins vegar ákveðið að velja Manchester City. (Daily Star on Sunday)

Miðjumaður Newcastle, Kyle Scott (23), er í viðræðum við FC Cincinnati. (Football Insider)

Celtic ætlar að gefa Thomas Robert tækifæri til þess að æfa með liðinu. Aberdeen hefur hins vegar líka áhuga á þessum franska vængmanni. (Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner