Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. febrúar 2021 16:48
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Fylkir ekki í vandræðum með Fjölni
Þórður með tvennu
Þórður Gunnar
Þórður Gunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1-4 Fylkir
0-1 Baldur Sigurðsson, sjálfsmark ('2)
0-2 Þórður Gunnar Hafþórsson ('24)
0-3 Þórður Gunnar Hafþórsson ('37)
1-3 Lúkas Logi Heimisson ('57)
1-4 Hákon Ingi Jónsson ('77)

Rautt Spjald: Baldur Sigurðsson ('75)

Fjölnir og Fylkir áttust við í A-deild karla í dag en spilað var í riðli númer 4.

Pepsi Max deildarliðið átti ekki í neinum vandræðum með Fjölni í dag og þegar flautað var til leikhlés var staðan 3-0 gestunum í vil. Baldur Sigurðsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark, Þórður Gunnar Hafþórsson gerði annað markið og einnig það þriðja.

Hinn ungi Lúkas Logi Heimisson minnkaði muninn fyrir Fjölnir áður en Baldur Sigurðsson fékk rautt spjald. Ekki besti dagurinn hans, rautt spjald og sjálfsmark.

Hákon Ingi Jónsson skoraði á 77. mínútu og setti síðasta naglann í kistu Fjölnismanna.

Í B-deildinni mættust Fjarðabyggð og Höttur/Huginn og það var Fjarðabyggð sem hafði betur, 3-0. Marinó Máni Atlason, Geir Sigurbjörn Ómarsson og Víkingur Pálmason gerðu mörk Fjarðabyggðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner