Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. febrúar 2021 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard fékk að fagna tvisvar
Svona var fagnað í seinna skiptið.
Svona var fagnað í seinna skiptið.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur reynst frábærlega fyrir West Ham eftir að hann gekk í raðir félagsins seint í janúar á láni frá Manchester United.

Lingard fékk ekki mörg tækifæri hjá Man Utd og þegar hann fékk tækifæri þá spilaði hann ekki vel. Núna er hann búinn að finna taktinn með West Ham og ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera, þá mun hann gera tilkall í EM-hóp Englands fyrir sumarið.

Lingard var á skotskónum í dag þegar West Ham lagði Tottenham, 2-1 og er hann búinn að skora þrjú mörk og næla í eina vítaspyrnu í fjórum leikjum fyrir félagið.

Lingard hefur gaman að því að fagna mörkum og hann fékk að fagna tvisvar í dag.

Það var nefnilega dæmd rangstaða á hann þegar hann skoraði, en markið var skoðað í VAR og kom þá í ljós að það var engin rangstaða. Hann fór því aftur og fagnaði ásamt liðsfélögum sínum. Hann virðist vera búinn að kenna þeim eitthvað í þeim efnum.


Athugasemdir
banner
banner