Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 21:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Liverpool gekk frá Luton í seinni hálfleik
Liverpool er með fjögurra stiga forystu á toppnum
Liverpool er með fjögurra stiga forystu á toppnum
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Virgil van Dijk kom sínum mönnum í gírinn
Fyrirliðinn Virgil van Dijk kom sínum mönnum í gírinn
Mynd: Getty Images
Leikmenn Luton voru með eins marks forystu í hálfleik og því eflaust svekktir að hafa fengið á sig fjögur í þeim síðari
Leikmenn Luton voru með eins marks forystu í hálfleik og því eflaust svekktir að hafa fengið á sig fjögur í þeim síðari
Mynd: Getty Images
Liverpool 4 - 1 Luton
0-1 Chiedozie Ogbene ('12 )
1-1 Virgil van Dijk ('56 )
2-1 Cody Gakpo ('58 )
3-1 Luis Diaz ('71 )
4-1 Harvey Elliott ('90 )

Liverpool er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið vann 4-1 sigur á nýliðum Luton Town á Anfield í kvöld.

Margir leikmenn Liverpool eru frá vegna meiðsla og því fengu margir leikmenn tækifærið til að sanna sig í kvöld og munu þurfa gera næstu vikur.

Liverpool átti ekki í vandræðum með að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum heldur var aðalvandamálið að nýta þau. Liðið fékk skell á 12. mínútu er Chiedozie Ogbene stýrði boltanum í netið eftir að Caoimhin Kelleher hafði varið skot Tahith Chong út í teiginn.

Luis Díaz, sem hefur ekki alveg verið upp á sitt besta á tímabilinu, gat verið kominn með þrennu í fyrri hálfleiknum en fór illa með færi sín.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir gestina en hálfleiksræða Jürgen Klopp skilaði greinilega sínu.

Liverpool-menn komu brjálaðir inn í síðari hálfleikinn og tók ekki langan tíma fyrir liðið að snúa blaðinu við. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, jafnaði með góðum skalla eftir hornspyrnu Alexis Mac Allister á 56. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Cody Gakpo búinn að gera annað mark Liverpool.

Mac Allister fékk þá boltann hægra megin í teignum, lyfti honum fyrir á Gakpo sem skallaði boltanum í netið.

Heimamenn hömruðu járnið meðan það var heitt. Áfram hélt stórsóknin. Thomas Kaminski, markvörður Luton, hélt vonum liðsins á lífi með nokkrum frábærum vörslum en gat lítið gert við þriðja markinu sem Luis Díaz skoraði á 71. mínútu.

Luton tapaði boltanum á hættulegum stað og var það Díaz sem keyrði inn í teiginn vinstra megin áður en hann setti boltann þéttingsfast í vinstra hornið.

Díaz var hársbreidd frá því að gera annað mark sitt nokkrum mínútum síðar en Kaminski með enn eina vörsluna.

Undir lokin kom fjórða mark Liverpool og var það í hæsta klassa. Gakpo missti boltann frá sér í teignum en það breytti engu því Harvey Elliott kom á ferðinni og þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.

Glæsileg frammistaða Liverpool í síðari hálfleiknum og er liðið nú með 60 stig, fjórum meira en Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar. Liverpool heldur því toppsætinu út mánuðinn. Luton er í 18. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner