Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gregg sækir írskan markvörð (Staðfest)
Mynd: X
KR hefur nælt í markvörð frá Írlandi en liðið hefur samið við Sam Blair.

Blair er 21 árs gamall en hann hefur verið í Norwich undanfarin ár og leikið með yngri liðum félagsins. Hann yfirgaf Norwich og hefur æft víðsvegar um Evrópu m.a. Íslandi síðasta haust.

Hann er annar markvörðurinn sem liðið nælir í en Guy Smit samdi við félagið á dögunum.

Hann var sterklega orðaður við HamKam sem leikur í efstu deild í Noregi en Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson leika með liðinu.

Blair er fimmti leikmaðurinn sem Gregg Ryder fær til liðs við KR í vetur.

Komnir
Sam Blair frá Norwich
Guy Smit frá Val
Alex Þór Hauksson frá Öster
Aron Sigurðarson frá Horsens
Hrafn Guðmundsson frá Aftureldingu
Rúrik Gunnarsson frá Aftureldingu (var á láni)

Farnir
Aron Snær Friðriksson til Njarðvíkur
Kennie Chopart í Fram
Kristinn Jónsson í Breiðablik
Jakob Franz Pálsson til Vals (var á láni frá Venezia)
Olav Öby til Noregs
Simen Kjellevold til Noregs
Pontus Lindgren (var á láni hjá ÍA)


Athugasemdir
banner
banner