Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eiginlega ekki hægt að tala nægilega mikið um mikilvægi hennar"
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jessen hefur verið að leika frábærlega í liði Þórs/KA á undirbúningstímabilinu.

Hún átti mjög gott tímabil í fyrra eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún skoraði átta mörk og fékk kallið aftur í landsliðið síðasta vetur er leikmenn á Íslandi voru valdir á landsliðsæfingar.

Sjá einnig:
Stolt og sátt með endurkomuna - „Ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert"

Sandra María, sem er 28 ára gömul, hefur litið mjög vel út í vetur og rætt var um það í Heimavellinum í síðustu viku að landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, hlyti að vera að fylgjast með því.

„Ég held að það séu fáir leikmenn sem eru jafn mikilvægir fyrir sitt lið og hún er fyrir Þór/KA liðið núna. Hún á að skora mörkin, á að búa til mörkin og er fyrirliði. Hún er sá leikmaður sem er næst A-landsliðinu hjá þeim. Ég vona að Steini muni velja hana næst," sagði Jón Stefán Jónsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA, í þættinum. Hann þjálfaði Söndru á síðustu leiktíð.

„Hann hlýtur að vera að fylgjast ansi vel með þeirri vegferð sem hún hefur verið á, ég efast ekki um að hann sé að gera það. Þetta er gamla góða Sandra María," sagði Mist Rúnarsdóttir í þættinum.

„Það er eiginlega ekki hægt að tala nægilega mikið um mikilvægi hennar. Ég veit að Steini er að fylgjast mjög vel með. Auðvitað velur hann hópinn eins og hann telur hann bestan. Ég er að vona," sagði Jónsi enn fremur.

„Það má setja þetta út í kosmósið," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Bestu deildina 2023
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner