Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki oft sem maður lendir í því þegar menn koma á reynslu"
Pætur fagnar marki með KA á undirbúningstímabilinu.
Pætur fagnar marki með KA á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA ætlar sér að vera með í titilbaráttu í sumar en félagið hefur fengið nokkra nýja leikmenn til sín fyrir tímabilið sem er framundan.

Þar á meðal er Pætur Petersen, færeyskur landsliðsmaður sem kom frá HB í Þórshöfn.

Pætur er öflugur framherji sem getur einnig spilað á báðum köntum. Á síðasta tímabili lék hann vel með HB, braut sér leið inn í færeyska landsliðið og lék í nóvember sína fyrstu tvo landsleiki. Þar áður hafði hann leikið fyrir öll yngri landslið Færeyja.

Pætur æfði með KA áður en hann samdi við félagið og þá sá Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, að þarna væri á ferðinni leikmaður sem hann væri til í að hafa í sínu liði.

„Hann er búinn að vera rosalega flottur. Hann þurfti aðeins að aðlagast okkar stíl, en strax þegar hann kom sá maður hversu hættulegur hann er," sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Pætur er ákafur, grimmur og hleypur mikið. Hann er skorari og fellur mjög vel inn í hópinn. Ég man þegar hann kom fyrst að það voru liðnar þrjár æfingar þegar eldri menn í liðinu komu til mín og sögðu: 'Ætlið þið ekki að drífa ykkur að semja við hann?' Það er ekki oft sem maður lendir í því þegar menn koma á reynslu. Maður sá strax hversu mikil gæði hann er með og hversu vel hann féll inn í hópinn."

Hægt er að hlusta á umræðuna í útvarpsþættinum í spilaranum fyrir neðan.

Sjá einnig:
Hallgrímur segir umræðuna sérstaka - „Aldrei minnst á KA"
Útvarpsþátturinn - Albertsmálið, hópurinn og KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner