Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard auglýsir sjálfan sig með því að snúa aftur í sjónvarpið
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, fyrrum stjóri Aston Villa, mun snúa aftur í sjónvarpið fyrir komandi leiki Englands í undankeppni EM.

Gerrard var rekinn úr stjórastarfinu hjá Aston Villa í október síðastliðnum eftir að hafa verið þar í um ellefu mánuði. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðan þá en mun núna snúa aftur í starfi sérfræðings.

Leikir Englands verða sýndir á Channel 4 en Gerrard verður í sérfræðingahlutverki í kringum leiki liðsins ásamt Jill Scott, fyrrum leikmanni kvennalandsliðsins, og Joe Cole, fyrrum liðsfélaga sínum í enska landsliðinu og hjá Liverpool.

Gerrard, sem átti mjög flottan leikmannaferil í Liverpool og enska landsliðinu, starfaði sér sérfræðingur í sjónvarpi áður en hann byrjaði að þjálfa.

Hann tók svo við Rangers og gerði þá að skoskum meisturum áður en hann var ráðinn til Aston Villa. Hann bíður núna eftir næsta starfi sínu í þjálfun og er það góð auglýsing að rýna í hlutina í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner