Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Í 40 ára bann fyrir að ráðast á markvörð Sevilla
Mynd: EPA
Tvítugur stuðningsmaður PSV hefur verið settur í 40 ára bann frá heimavelli félagsins eftir að hann hljóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Sevilla og barði Marko Dmitrovic markvörð spænska liðsins í andlitið áður en markvörðurinn snéri hann niður.

Stuðningsmaðurinn má heldur ekki koma nálægt vellinum næstu tvö árin. PSV bendir einnig á að hann hafi ekki átt að vera á vellinum þar sem hann var þegar í banni.

Hann var að taka út bann sem hefði runnið út árið 2026 en hann komst á völlinn þar sem vinur hans hafði keypt miðann.

Þá mun hann einnig þurfa að borga fyrir allt tjón sem hann olli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner