Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. apríl 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hvað er að frétta? Arnar Viðars um Belgíu og Ísland
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur verið að taka púlsinn á Íslendingum víða um heim um áhrif kórónaveirufaraldursins á boltann. Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála KSÍ og U21 landsliðsþjálfari, er næstur í röðinni.

Arnar þekkir belgíska fótboltann út í gegn en í gær tilkynnti Lokeren, hans gamla félag, um gjaldþrot.

Sjá einnig:
Hvað er að frétta frá Hong Kong? Spiluðu í 8 vikur án áhorfenda
Hvað er að frétta frá Stokkhólmi? Kemur að sársaukaþröskuldi
Hvað er að frétta frá Sviss? Starfsemi hætt 13. mars
Hvað er að frétta frá KSÍ? Nokkrir starfsmenn í sóttkví

Hvernig er staðan á belgískum fótbolta vegna faraldursins?
Ástandið á belgískum fótbolta er það sama og á Íslandi. Engar æfingar eða leikir frá yngstu flokkum upp í meistaraflokkana.

Af hverju fóru Belgar fyrstir í Evrópu í það að slaufa tímabilinu?
Ég held nú persónulega að þeir hafi aðeins hlaupið á sig þar. Það er náttúrulega mikil pressa frá vísindamönnum í Evrópu að hætta við sem flesta viðburði þar sem þúsundir manna koma saman vegna Covid-19 og belgíska deildin vildi taka ákvörðun sem fyrst til að gefa skýr skilaboð. Þetta varð náttúrulega til þess að UEFA kallaði þá á teppið og deildin frestaði endanlegri ákvörðun.

Af hverju lendir Lokeren í gjaldþroti og hvað verður um félagið?
Lokeren var selt í júní 2019 og nýju eigendurnir áttu hreinlega ekki nógu mikinn pening. Það er ekkert leyndarmál að það kostar mikla peninga að reka atvinnumannalið og sérstaklega í erfiðum deildum eins og í Belgíu. Rekstrarumhverfið er ekki auðvelt þar sem áhugi á fótbolta er ekki sá sami og til dæmis í Englandi. Þar af leiðandi er erfitt að ná endum saman.

Það sem hefur gerst undanfarin ár í Belgíu er það að ríkir útlendingar hafa keypt mörg félög, OHL Leuven er til dæmis í eigu King Power eiganda Leicester. Þessir eigendur geta borgað upp tapið á rekstrinum og nota liðið sem uppeldisfélag.

Nýju eigendur Lokeren voru einfaldlega með mjög lélegt viðskiptaplan og of lítið 'cashflow'. Þess vegna náðu þeir þeim einstaka árangri að sökkva heilbrigðu félagi á sex mánuðum.

Hvernig var fyrir þig persónulega að heyra þessar fréttir af gjaldþroti félagsins?
Þetta er náttúrulega bara svartur dagur hjá öllum þeim sem bera tilfinningar til Lokeren. Ég flutti hingað þegar ég var 19 ára gamall og hef búið hér síðan þá, spilaði fyrir félagið í tíu ár og var þjálfari hér í fjögur ár. Ég fer ekkert leynt með það að þetta er sárt. Sérstaklega fyrir yngri flokka starf Lokeren sem er eitt af því besta í Belgíu og hefur undanfarin tíu ár alið upp mjög marga atvinnumenn.

Ég held að nánast allir Íslendingar viti vaða lið Lokeren er þar sem margir af okkar bestu leikmönnum hafa spilað fyrir klúbbinn, Arnór (Guðjohnsen), Rúnar (Kristinsson), Arnar (Gunnlaugsson), Alfreð (Finnbogason), Sverrir Ingi, Ari Skúla og fleiri.

Hvað telur þú að það taki fótboltaheiminn langan tíma að jafna sig á ástandinu?
Ég tel að það eigi eftir að taka okkur út árið að jafna okkur 100%. Þetta verður skrítið til að byrja með án áhorfenda en ég vona að þetta verði komið í venjuleg horf næsta vetur.

Hvaða neikvæðu áhrif telur þú að ástandið hafi á íslenskan fótbolta?
Ég tel nú að Ísland, ásamt öðrum löndum í Evrópu þar sem eru sumardeildir, gætu sloppið hvað best. Það er náttúrulega neikvætt að liðin geti ekki æft eins og stendur og það er mjög mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin í samráði við yfirvöld búi til 'exit plan' sem fyrst svo að félögin geti byrjað að skipuleggja sínar æfingar frá og með byrjun maí.

Við megum ekki gleyma því að það tekur yfirþjálfara yngri flokka félaganna margar vikur að skipuleggja starfið. Þetta eru hundruðir krakka á fáum völlum þannig að við verðum að sjá til þess að reglurnar séu skiljanlegar fyrir alla og að öll félögin geti byrjað að æfa á sínum svæðum. Ef að meistaraflokkar til dæmis mega bara æfa með 4 leikmenn + þjálfari á einum velli þá verður ómögulegt fyrir mörg félög að skipuleggja æfingar fyrir yngri flokka vegna skorts á völlum.

Er eitthvað jákvætt sem gæti komið úr þessu fyrir íslenskan fótbolta?
„Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina. Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir.

Hvernig sérðu fyrir þér að næstu vikur og mánuðir verði?
Eins og ég sagði áðan verður mikilvægt að skipuleggja þetta vel og taka rétt skref í þessu. Ég vona að við getum byrjað að spila leiki frá og með júní og í framhaldi af því komum við áhorfendum á völlinn. Þetta þarf allt að vera skipulagt af sérfræðingum frá hverju sviði. Ekki bara frá yfirvöldum eða bara frá knattspyrnuhreyfingunni.

Hvenær telur þú að landsleikir og Evrópuleikir komist í eðlilegt horf?
Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja. Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja.

Hvernig hafa málin verið persónulega hjá þér. Hefur gengið vel að komast í gegnum þetta?
Þetta hafa verið undarlegar vikur fyrir mig eins og alla aðra en ég hef sem betur fer haft nóg að gera. Knattspyrnusvið KSÍ hefur verið að skrifa afresksstefnu KSÍ undanfarnar vikur og það var verkefni sem að hefði ekki verið klárað fyrir sumarið án veirunnar. Stefnan er að gefa afreksstefnuna út á næstu vikum og við erum núna að skipuleggja og ákveða hvernig við munum koma þessu frá okkur. Við höfum einnig verið að gera nýja samninga til að tryggja áframhaldandi faglegt umhverfi fyrir félögin og KSÍ.

Þar má til dæmis nefna að samningar hafa náðst við fyrirtæki sem mun leikgreina, geyma og klippa leiki í Pepsi Max-deildunum okkar fyrir félögin ásamt nýjum samningi við fyrirtæki sem mun halda utan um allt starf yngri landsliða KSÍ. Með því að stofna svona gagnagrunn getum við búið til 'benchmarks' fyrir landsliðin okkar og eftir nokkur ár séð hvar leikmennirnir stóður þegar þeir voru í yngri landsliðunum.

Það væri til dæmis frábært að vita núna hvað Gylfi og Sara Björk gátu þegar þau voru yngri. Þessar upplýsingar eigum við ekki í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner