Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 21. apríl 2024 20:16
Matthías Freyr Matthíasson
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tilfinningin er ógeðslega góð maður. Geggjað, það er ekkert skemmtilegra en að skora mörk og mér finnst geggjað að við séum að vinna sannfærandi heima fyrir okkar fólk og við vildum gera það. Byrja heimavallahrinuna okkar af miklum krafti og sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið okkar sagði Hinrik Harðarson leikmaður ÍA sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild í góðum 5 - 1 sigri á Fylki.


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Það er ótrúlega mikil ábyrgð sem fylgir því að vera kominn í ÍA og við viljum gera alvöru hluti og það er mikil krafa á að maður sé að leggja sig 100% fram og maður vill vera í þannig umhverfi og yndislegt að vera kominn hingað.

Rétt áður en þú skorar að þá fellur þú við inn í teignum, var það vítaspyrna?

Já ég er að fá boltann á rosa mikilli ferð og er að fara að skjóta á markið og dett úr jafnvægi við snertingu á bakið og ég ræddi við Pétur (dómara) og aðstoðardómarann og þeir voru alveg á því skiluru, en voru ekki 100% og hefðu þá þurft að reka hann af velli líka og þeir vildu ekki gera það. 

Fyrsta markið komið, af hvað mörgum?

Vonandi mörgum. Bara eins mörgum og ég get en það er mikilvægast að við séum að vinna leiki núna og auðvitað er það mitt markmið að geta komið að sem flestum mörkum.

Nánar er rætt við Hinrik í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir