Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   mán 21. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shearer um Höjlund: Er að horfa á skemmdan leikmann
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund hefur alls ekki staðið undir væntingum hjá Man Utd en hann hefur fengið gagnrýni eftir frammistöðu sína gegn Wolves í gær.

Höjlund gekk til liðs við United frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda árið 2023 en hann hefur bara skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni undir stjórn Rúben Amorim. Alan Shearer tjáði sig um Höjlund í Match of the Day.

„Ég er að horfa á skemmdan leikmann í Höjlund. Hann var ekki tilbúinn og er ekki tilbúinn að leiða sóknina hjá félagi eins og Man Utd," sagði Shearer

„Hann skortir mjög mikið sjálfstraust, hann hefur verið settur í mjög erfiða stöðu. Hann er ekki á þeim stað á ferlinum að leiða línuna. Ég er ekki að segja að það sé ekki góður leikmaður þarna en það er pressa og hann er ekki tilbúinn."
Athugasemdir
banner
banner