banner
   fim 21. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Faðir Everton Soares greindi frá tilboði Napoli
Mynd: Getty Images
Faðir brasilíska framherjans Everton Soares segir að formlegt tilboð muni berast frá Napoli í næstu viku.

Everton er 24 ára gamall og er nýlega byrjaður að spila reglulega með A-landsliðinu. Hann hefur leikið fyrir Gremio alla sína tíð og hefur í heildina gert 69 mörk í 268 leikjum fyrir félagið.

Everton er með söluákvæði sem hljóðar uppá 120 milljónir evra og segja ítalskir fjölmiðlar Napoli aðeins vera að bjóða 25 milljónir auk árangurstengdra aukagreiðslna.

„Hann er búinn að ræða við Napoli, félagið sagði honum frá stefnu sinni og áformum. Formlegt tilboð ætti að berast til Gremio í næstu viku, sagði Carlos Alberto Soares við Gaucha ZH.

„Napólí er falleg borg, liðið spilar reglulega í Meistaradeildinni og er með frábæran leikmannahóp.

„Gremio hefur hafnað tilboðum í hann áður en núna gæti félagið verið knúið til að selja hann vegna efnahagsáhrifa COVID-19."


Arsenal, Newcastle og PSG hafa einnig verið orðuð við Everton en ekkert félag þó jafn mikið og Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner