Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. maí 2020 10:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raiola sagður í viðræðum við félög varðandi Balotelli
Balotelli gæti verið á förum frá Brescia.
Balotelli gæti verið á förum frá Brescia.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Mario Balotelli gæti verið á förum frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Brescia. Umboðsmaður hans, Mino Raiola, er sagður byrjaður í viðræðum við brasilíska félagið Vasco de Gama og tyrkneska félagið Galatasaray.

Balotelli skoraði fimm mörk í 19 deildarleikjum fyrir Brescia áður en hlé var gert á ítölsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Balotelli er aðeins á fyrsta tímabili sínu hjá Brescia, en gæti verið á förum eftir tímabilið að sögn Football Italia.

Afar ólíklegt er að Brescia verði í ítölsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, nema kannski ef að keppni verður hætt og ekkert lið fellur. Brescia er sem stendur á botninum, sex stigum frá öruggu sæti.

Balotelli er þekktur vandræðagemsi sem hefur komið víða við á ferlinum og hefur hann meðal annars spilað fyrir Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Nú gæti hann verið á leið til Brasilíu eða til Tyrklands.

Birkir Bjarnason er liðsfélagi Balotelli hjá Brescia.

Sjá einnig:
Ítalska deildin verður að klárast fyrir 20. ágúst
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner