Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. maí 2020 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Zappacosta vill vera áfram hjá Roma
Davide Zappacosta vill ekki fara frá Roma
Davide Zappacosta vill ekki fara frá Roma
Mynd: Getty Images
Ítalski bakvörðurinn Davide Zappacosta er á láni hjá Roma frá Chelsea en hann vonast til þess að vera áfram á Ítalíu.

Zappacosta er 27 ára gamall en hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017. Honum gekk illa að festa sig í sessi hjá enska félaginu og var lánaður til Roma fyrir þessa leiktíð en hann heldur í vonina að vera áfram á Ítalíu.

„Ég verð vonandi áfram hjá Roma því ég vil sanna hvað ég get á vellinum," sagði Zappacosta.

Zappacosta hefur aðeins spilað tólf mínútur með Roma á leiktíðinni en hann meiddist illa í ágúst og hefur verið frá síðan.

„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vil vera áfram hjá Roma. Fyrst og fremst vil ég sanna mig fyrir stuðningsmönnunum og ég hef fórnað ýmsu til að tryggja það að ég verð klár þegar tímabilið fer aftur af stað."

„Ég er 90 prósent klár hvað varðar formið og vonandi verð ég klár þegar leikirnir verða spilaðir,"
sagði hann í lokin en búist er við því að Sería hefjist aftur um miðjan júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner