Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. maí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ramos snýr aftur - Messi ekki með um helgina
Ramos er kominn af meiðslalistanum.
Ramos er kominn af meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í spænska boltanum fer fram þessa helgina og er Atletico Madrid í bílstjórasætinu um titilinn en liðið mætir Real Valladolid á morgun.

Stig yrði ekki nóg fyrir Atletico ef Real Madrid vinnur sinn leik gegn Villarreal þar sem innanbyrðis viðureignir gilda. Það sem flækir málin fyrir Atletico er að Valladolid er í fallsæti en liðið á möguleika að halda sér uppi með sigri. Það er því mikið undir í Madríd.

Sjá einnig:
Spánn um helgina - Atletico Madrid getur orðið mestari

Þetta hefur verið rosalegt tímabil en um áramót stefndi ekkert í titilbaráttu þar sem Atletico Madrid virtist ætla að hlaupa í burtu með Spánarmeistaratitilinn.

Varnarmaðurinn Sergio Ramos, sem hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla, er í leikmannahópi Real Madrid gegn Villarreal. Hann hefur ekki spilað síðan í seinni leiknum gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en þar náði hann sér alls ekki á strik.

Framtíð Ramos er í óvissu en samningur hans rennur út í sumar.

Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum en liðið mætir Eibar í lokaumferðinni. Lionel Messi fær hvíld í þessum leik en hann verður í eldlínunni með Argentínu í Copa America í sumar. Vangaveltur eru um hvort Messi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Börsunga en samningur hans ennur út í sumar.
Athugasemdir
banner
banner