Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 21. maí 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Coutinho lætur ekki stuðningsmenn Liverpool trufla sig
Mynd: Getty Images

Það er hörku spennandi lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Bæði á toppnum sem og á botninum.


Manchester City og Liverpool berjast um englandsmeistaratitilinn en Liverpool þarf að vinna Wolves og treysta á að Aston Villa taki stig af City til að eiga möguleika á titlinum.

Steven Gerrard er stjóri Villa en félagið gekk frá kaupum á Philippe Coutinho á dögunum en hann er á láni frá Barcelona. Þeir voru samherjar hjá Liverpool á sínum tíma.

Coutinho var í viðtali í dag þar sem hann var spurður hvort hann ætli að reyna hjálpa Liverpool á morgun.

„Ég er bara að spá í nýja félaginu mínu. Ég vil spila vel hjá þeim. Ég hef fengið mörg skilaboð frá Liverpool stuðningsmönnum á samfélagsmiðlum en ég skoða það ekki mikið. Ég er aðeins að einbeita mér að okkar leik," sagði Coutinho.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner