Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. maí 2022 07:00
Victor Pálsson
Fabinho: Við erum mjög þreyttir
Mynd: EPA

Leikmenn Liverpool eru dauðþreyttir að sögn miðjumannsins Fabinho en liðið hefur þurft að spila ótrúlegt magn af leikjum á tímabilinu.


Liverpool á enn möguleika á að vinna alla þá titla sem eru í boði en lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar er á sunnudag og fylgir úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í kjölfarið.

Fabinho fer ekki í felur með það að leikmannahópur Liverpool sé þreyttur enda hefur mikið reynt á lykilmenn á tímabilinu.

Liverpool er búið að vinna tvo titla hingað til eða enska bikarinn og deildabikarinn.

„Ég held að ég geti talað fyrir alla þegar ég segi að við séum mjög þreyttir. Við höfum spilað um helgar og í miðri viku í mánuð núna, það er alltaf leikur eftir hinn og einnig mikilvægir leikir," sagði Fabinho.

„Það gerir þig þreyttan bæði líkamlega og andlega en þetta lið lagði mikið að sér til að komast hingað þar sem allir titlar tímabilsins eru enn í boði."

„Það eru fáir leikir eftir og það verður hausverkur fyrir stjórann að velja liðið því að spila 120 mínútur á þessum tímapunkti er ekki auðvelt. Ég vona að þeir sem spili séu vel undirbúnir."


Athugasemdir
banner
banner
banner