Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   lau 21. maí 2022 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus tapaði í kveðjuleik Chiellini og Dybala
Giorgio Chiellini í síðasta leik sínum fyrir Juventus
Giorgio Chiellini í síðasta leik sínum fyrir Juventus
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa spila í B-deildinni á næsta tímabili
Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa spila í B-deildinni á næsta tímabili
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í lokaumferð Seríu A á Ítalíu í dag en Juventus tapaði fyrir Fiorentina, 2-0, á meðan Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa töpuðu fyrir Bologna.

Genoa var fallið fyrir lokaumferðina og skipti því leikurinn litlu máli en Musa Barrow gerði eina mark leiksins á 66. mínútu.

Albert var í byrjunarliði Genoa og spilaði allan leikinn í dag en liðið mun leika í B-deildinni á næsta tímabili.

Juventus tapaði fyrir Fiorentina, 2-0. Giorgio Chiellini og Paulo Dybala voru að spila kveðjuleik. Chiellini fór af velli í hálfleik en hann er á leið til Bandaríkjanna og mun semja við Los Angeles FC.

Dybala mun yfirgefa Juventus í sumar og að öllum líkindum ganga til liðs við Inter.

Lazio endaði þá ofar á töflunni en nágrannar þeirra í Roma eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Hellas Verona. Lazio fer í Evrópudeildina með Roma.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 0 - 1 Empoli
0-1 Leo Stulac ('79 )

Fiorentina 2 - 0 Juventus
1-0 Alfred Duncan ('45 )
2-0 Nicolas Gonzalez ('90 , víti)

Genoa 0 - 1 Bologna
0-1 Musa Barrow ('66 )

Lazio 3 - 3 Verona
0-1 Giovanni Simeone ('6 )
0-2 Kevin Lasagna ('14 )
1-2 Jovane Cabral ('16 )
2-2 Felipe Anderson ('29 )
3-2 Pedro ('62 )
3-3 Martin Hongla ('76 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner