lau 21. maí 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Peningar eru ekki allt - Pogba hafnar risatilboði PSG og ætlar til Juventus
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba ætlar að ganga til liðs við Juventus í sumar en þetta segir ítalski miðillinn TuttoSport.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður verður samningslaus eftir mánuð og verður því frájlst að yfirgefa Manchester United og semja við annað félag.

Juventus og Paris Saint-Germain eru afar áhugasöm og hafa bæði boðið Pogba samning.

Samkvæmt Tutto Sport þá er PSG reiðubúið að greiða honum 13 milljónir evra í árslaun en efnahagur Juventus leyfir þeim ekki að greiða honum nema 7,5 milljónir evra.

Pogba átti góða tíma hjá Juventus frá 2012 til 2016 áður en Manchester United keypti hann fyrir 89,2 milljónir punda og vegur það meira en risatilboð PSG.

Kylian Mbappe, liðsfélagi Pogba í franska landsliðinu, hafnaði Real Madrid í kvöld og ákvað í staðinn að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain en það er talað um að framherjinn hafi valið hæsta boð í stað þess að elta æskudrauminn og spila fyrir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner