Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 21. júní 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid með áætlun um að kaupa Mbappe á næsta ári
Real Madrid er sagt vera með áætlun um að kaupa frönsku stórstjörnuna Kylian Mbappe frá PSG næsta sumar, 2020.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, vill að félagið snúi aftur í Galactico stefnuna með því að kaupa að minnsta kosti einn heimsklassa leikmann á hverju ári.

Mbappe er á leið í sitt þriðja tímabil með PSG en þessi magnaði leikmaður varð heimsmeistari með Frökkum í fyrra. Núgildandi samningur hans við PSG rennur út í júní 2023.

Annars er það að frétta af Real Madrid að spænska blaðið Sport segir að félagið sé búið að blanda sér í baráttuna um hollenska miðvörðinn Matthijs De Ligt, fyrirliða Ajax.

Barcelona og PSG vilja fá De Ligt en flestir telja líklegast að hann endi í frönsku höfuðborginni.
Athugasemdir
banner