Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. júní 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sepp van den Berg aftur til Preston á láni (Staðfest)
Sepp van den Berg
Sepp van den Berg
Mynd: EPA
Preston hefur tilkynnt að félagið hafi aftur fengið Sepp van den Berg að láni frá Liverpool.

Sepp fór til Preston í febrúar og lék seinni hluta tímabilsins með Preston í Championship. Alls lék varnarmaðurinn sextán leiki með Preston.

Sepp er nítján ára og á að baki fjóra bikarleiki með aðalliði Liverpool.

Hann getur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður og kom hann til Liverpool frá PEC Zwolle sumarið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner