Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   þri 21. júní 2022 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Það er frábært að fá sigur í leiknum, lentum undir, komum til baka, sýndum karakter og unnum leikinn en spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir heimasigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Nei í sjálfu sér ekki. Siggi hefur spilað stundum á móti Val með fimm manna vörn og gerði það á móti Breiðabliki. Við vorum búnir að undirbúa bæði fjögurra og fimm manna vörn hjá þeim. Vandræðin okkar í byrjun voru þau að við vorum bara ekki klárir og þegar þú mætir Leikni sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þá þurfa menn að vera klárir. Við vorum það ekki og þegar við töpuðum boltanum þá vorum við ekki að ná að setja nógu góða pressu þannig þeir voru að komast í skyndisóknir. Þeir skoruðu mark eftir eina slíka."

„Við unnum okkur inn í leikinn, þetta varð betra og betra en við getum gert betur."


Sex stig sótt í tveimur leikjum eftir landsleikjafrí, finnst þér Valsliðið vera á leið í rétta átt?

„Það kannski vantar svolítið stöðugleika. Það líka markerast af því að við höfum verið í meiðslaveseni. Aron þurfti að fara út af í dag, Haukur Páll fór út af í hálfleik, Patrick kom inná og gat ekki klárað leikinn - núna kemur aftur tveggja vikna pása og eftir hana verða menn vonandi klárir."

Í lok viðtals var Heimir spurður út í sitt mat á því þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór niður í vítateig Leiknis í lok leiks. Svar Heimis við þeirri spurningu og spurningum út í Guy Smit og mögulegar viðræður við Frederik Schram má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner