Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. júlí 2019 21:28
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso: Átján ára hetja Keflavíkur - Skoraði bæði mörk liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 2 Keflavík
0-1 Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('45 )
1-1 Tiago Manuel Silva Fernandes ('57 )
1-2 Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('67 )

Hinn ungi Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson reyndist hetja Keflavíkur í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í útisigri á Fram.

Gunnólfur kom Keflavík yfir stuttu fyrir hálfleik þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að markvörður Fram hafði varið skot Sindra Þórs út í teiginn. 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik.

Tiago Fernandes jafnaði fyrir heimamenn eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Hann fékk þá boltann fyrir utan teig, fór framhjá varnarmanni Keflavíkur og setti boltann snyrtilega í netið.

Sigurmarkið kom á 67. mínútu og aftur var það Gunnólfur sem að var búinn að staðsetja sig vel.

Keflavík tók langt innkast, flikk inn á teiginn og boltinn fór í slána, Gunnólfur var ekki lengi að átta sig og setti boltann í netið af stuttu færi eftir að hafa náð frákastinu.

Gífurlega sterkur útisigur Keflvíkinga staðreynd. Liðið situr nú í sjöunda sætinu með nítján stig, stigi minna en Fram.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner