Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júlí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Gunnhildur Yrsa á leið í Val?
Gunnhildur og Fanndís Friðriksdóttr, leikmaður Vals, léku saman í Ástralíu fyrir nokkrum árum.
Gunnhildur og Fanndís Friðriksdóttr, leikmaður Vals, léku saman í Ástralíu fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images
Gunnhildur Yrsa Sgurðardótir, landsliðskona og núverandi leikmaður Utah Royals í bandarísku NWSL deildinni, gæti verið á leið í raðir Vals í Pepsi Max-deildinni samkvæmt heimildum Vísis.

Gunnhildur var spurð út í þetta í viðtali við Vísi sem birt var fyrr í dag.

„Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa.

Gunnhildur segist vera að íhuga möguleikann á lánssamningi og hugsar hún út í íslenska landsliðið þegar hún veltir stöðunni fyrir sér.

„Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi.

Nánar er rætt við Gunnhildi í ítarlegu viðtali á Vísir.is
Athugasemdir
banner
banner
banner