Markamaskínan Hrovje Tokic var frábær í leik KFG gegn Selfoss í 2. deildinni í kvöld. Þetta var mjög jafn fyrri hálfleikur en Tokic gerði út um leikinn á 5 mínútna millibili í seinni hálfleik og áttu Selfyssingar sigurinn sannarlega skilið.
Lestu um leikinn: KFG 1 - 3 Selfoss
"Ég er gríðarlega sáttur hjá Selfoss, hugur minn er milljón prósent bara á Selfoss einmitt núna þar sem við erum með markmið um að komast upp um deild og ég tel okkur ná því þannig númer eitt, tvö og þrjú er ég bara hugsa um Selfoss" Sagði Tokic þegar spurt var um hvort hann væri farinn að hugsa um að kannski spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili.
Selfyssingar sitja í 3. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá sæti í Inkasso á eftir Bjarna Jó og lærisveinum hans á Ísafirði.
Athugasemdir