Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 21. september 2019 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Tottenham: Eriksen á bekknum
Vardy og Kane mætast
Það er sól og blíða í Leicester í dag og eiga lærisveinar Brendan Rodgers heimaleik við Tottenham.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og eru tvær breytingar á hvoru liði frá síðustu umferð.

Ayoze Perez og Harvey Barnes koma inn í lið heimamanna fyrir Demarai Gray og Hamza Choudhury sem byrjuðu í 1-0 tapi gegn Manchester United. Þeir eru báðir á bekknum í dag.

Mauricio Pochettino tekur Hugo Lloris úr byrjunarliði Tottenham. Hann varð eftir með konu sinni í höfuðborginni þar sem hún er að eignast barn.

Tanguy Ndombele kemur þá inn í byrjunarliðið fyrir Christian Eriksen sem fer á bekkinn. Tottenham vann 4-0 gegn Crystal Palace í síðustu umferð og gerði svo 2-2 jafntefli við Olympiakos í miðri viku.

Erik Lamela, Moussa Sissoko og Danny Rose voru hvíldir í þeim leik. Lamela og Sissoko komu inn af bekknum á meðan Rose var utan hóps.

Bæði lið eru með átta stig eftir fimm umferðir í úrvalsdeildinni og því afar spennandi leikur framundan.

Leicester: Schmeichel, Ricardo, Evans, Soyuncu, Chilwell, Ndidi, Tielemans, Maddison, Perez, Barnes, Vardy.
Varamenn: Ward, Justin, Morgan, Choudhury, Praet, Albrighton, Gray

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Winks, Sissoko, Ndombele, Lamela, Son, Kane,
Varamenn: Whiteman, Wanyama, Dier, Eriksen, Lucas, Skipp, Davies
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner