Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 21. september 2019 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Ragnar og Viðar í tapliðum
Ragnar Sigurðsson var eini Íslendingurinn í liði Rostov sem tapaði óvænt fyrir Tambov í dag.

Rostov var betri aðilinn í leiknum og komst yfir en heimamenn náðu að svara fyrir sig.

Georgi Melkadze var hetja heimamanna. Hann jafnaði fyrir leikhlé og gerði svo sigurmarkið í síðari hálfleik.

Rostov er í þriðja sæti eftir tapið, þremur stigum eftir toppliði Zenit sem rúllaði yfir Rubin Kazan.

Tambov 2 - 1 Rostov
0-1 E. Shomurodov ('27)
1-1 G. Melkadze ('38)
2-1 G. Melkadze ('61)

Zenit skoraði fimm mörk gegn Viðari Erni Kjartanssyni og félögum frá Kazan.

Viðar Örn spilaði fyrstu 76 mínúturnar en tókst ekki að skora enda Zenit með öll völd á vellinum. Gestirnir áttu sex skot í leiknum og rataði aðeins eitt þeirra á rammann.

Staðan í leik Zenit og Kazan var markalaus þar til Branislav Ivanovic, fyrrum leikmaður Chelsea, skoraði á 58. mínútu.

Flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið og er Zenit á toppi deildarinnar. Rubin Kazan er búið að tapa fjórum leikjum í röð og er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Zenit 5 - 0 Rubin Kazan
1-0 B. Ivanovic ('58)
2-0 A. Sutormin ('65)
3-0 A. Sutormin ('75)
4-0 R. Mak ('82)
5-0 O. Shatov ('87)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner