Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 21. september 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Zlatan skoraði tvö í sigri Milan - Andri spilaði ekki
Milan 2 - 0 Bologna
1-0 Zlatan Ibrahimovic ('35 )
2-0 Zlatan Ibrahimovic ('51 , víti)
Rautt spjald: Mitchell Dijks, Bologna ('88)

Andri Fannar Baldursson var allan tímann á bekknum hjá Bologna þegar liðið tapaði fyrir AC Milan í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Andri Fannar, sem er 18 ára gamall, spilaði sjö leiki í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrra og hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum.

Zlatan Ibrahimovic stal senunni í liði Milan og skoraði bæði mörk liðsins. Hann kom Milan yfir á 35. mínútu og bætti við öðru marki á vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks.

Milan byrjar vel en liðið hafnaði í sjötta sæti í fyrra. Bologna endaði í 12. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner