Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   lau 21. september 2024 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Bræðurnir með bikarinn eftir leik, Grímsi til vinstri.
Bræðurnir með bikarinn eftir leik, Grímsi til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er æðislegt. Þetta er ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir mörgum árum," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Hallgrímur hefur verið leikmaður í 15 ár og þetta er fyrsti stóri titillinn sem félagið vinnur á þeim tíma.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Þetta er ógeðslega sætt. Ég hef verið hér í 15 ár og þetta er mjög sérstakt fyrir mig. Ég á ekki endilega mikið eftir af ferlinum og það er mjög sætt að ná þessu. Þessir stuðningsmenn, maður var gráti næst fyrir leik þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Maður vildi gera þetta fyrir þau."

Hallgrímur Mar er svo sannarlega goðsögn hjá KA, mögulega besti leikmaður í sögu félagsins.

„Maður var eiginlega með gæsahúð í allan dag. Þegar stúkan var orðin full, þá var maður bara 'what the hell' (hvað í fjandanum)."

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, maður er enn að melta þetta. Við erum bara lið út á landi og ég kem bara frá litlum bæ, Húsavík. Maður er bara í einhverri geðshræringu," sagði Grímsi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner