Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Bæði lið geta spilað betri fótbolta
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Þetta var nægilega gott til að vinna leikinn," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-0 sigur á Ajax í fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Sterkur sigur Liverpool - Meistararnir byrja vel

„Ég held að bæði lið geti spilað betri fótbolta. Á köflum var þetta villt. Völlurinn var djúpur og drullugur."

„Við nýttum ekki færin sem við fengum, sem er synd. Ajax fékk gott færi sem hafnaði í stönginni. Í stöðunni 1-0 getur það gerst. Heilt yfir er ég sáttur við leikinn, þetta var ekki neinn sambabolti en við vildum stigin þrjú og við fengum þau."

„Þetta var fullkomið en strákarnir börðust stórkostlega. Það var gott að fá ferskar fætur upp á topp. Læknateymið sagði að Jordan Henderson mætti ekki spila 90 mínútur, en hann gerði vel. Rhys Williams spilaði í utandeild á síðasta ári og núna er hann í Meistaradeildinni. Nokkrar góðar sögur og þrjú stig."

„Xherdan Shaqiri var líflegur og Takumi Minamino var ótrúlegur. Hann er eins og vél. Það hjálpar mikið að geta gert fimm skiptingar," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner