Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 21. október 2020 12:33
Elvar Geir Magnússon
Tekjumissir Man Utd vegna Covid-19 meiri en gert var ráð fyrir
Manchester United hefur fengið risastóran fjárhagslegan skell vegna heimsfaraldursins. Skellurinn er harðari en gert ráð var fyrir.

Tekjurnar fyrir síðasta fjárhagsár voru 509 milljónir punda miðað við 627,1 milljónir punda árið á undan.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið haldi áfram að einbeita sér að samfélagslegri ábyrgð og halda áfram að passa upp á heilsu fólks.

„Að því sögðu er samt forgangsatriði að fá stuðningsmenn aftur á leikina á öruggan hátt og sem fyrst," segir Woodward.

„Ef fólk fær að sitja í flugvélum í margar klukkustundur eða fara í kvikmyndahús af hverju fær það ekki að mæta á leikvanga þar sem það fær að vera utandyra og í aðstæðum sem eru stýrðar á faglegan hátt?"
Athugasemdir
banner
banner
banner