Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 25. umferðar - Magnaðir Víkingar
Gylfi Þór Sigurðsson var magnaður á miðju Víkings.
Gylfi Þór Sigurðsson var magnaður á miðju Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar hefur oftast allra verið valinn í lið umferðarinnar á þessu tímabili.
Valdimar hefur oftast allra verið valinn í lið umferðarinnar á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til hamingju Víkingar!
Til hamingju Víkingar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
25. umferð Bestu deildarinnar var leikin um helgina og Víkingur innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn FH í gær. Til hamingju allir Víkingar!

Efri hluti
Maður leiksins í Víkinni var Gylfi Þór Sigurðsson sem var hreinlega magnaður á miðjunni. Valdimar Þór Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörk Víkings í 2-0 sigri. Sölvi Geir Ottesen er þjálfari umferðarinnar.

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvívegis og Hólmar Örn Eyjólfsson eitt mark þegar Valur vann 3-2 sigur gegn Stjörnunni á laugardagskvöld. Valur er í öðru sæti, þremur stigum á undan Stjörnunni.

Breiðablik vann langþráðan 3-1 sigur gegn Fram. Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Jónsson skoruðu fyrir Breiðablik í leiknum. Blikar eru í fjórða sætinu og sigurinn mikilvægur í baráttu um Evrópusæti.


Neðri hluti
Skagamenn unnu sinn fimmta leik í röð og halda áfram á flugi. Þeir sigruðu ÍBV þar sem markvörðurinn Árni Marinó Einarsson var valinn maður leiksins. Hann hefur heldur betur leikið frábærlega síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrra mark ÍA í 2-0 sigri.

Hans Viktor Guðmundsson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli KA og Vestra og Michael Akoto í KR var maður leiksins í dramatísku 2-2 jafntefli neðstu liðanna, KR og Aftureldingar.


Fyrri lið umferðarinnar:
   30.09.2025 12:35
Sterkasta lið 24. umferðar - Valdimar í sjötta sinn og Eyjamenn í ham
   16.09.2025 09:50
Sterkasta lið 22. umferðar - Skagamenn eru á lífi
   02.09.2025 11:20
Sterkasta lið 21. umferðar - Endurkoma fullkomnuð með flautumarki
   27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Athugasemdir
banner