Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. nóvember 2019 14:41
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini: Hann er ekki vinur minn en heldur ekki óvinur
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, segist ekki finna fyrir sérstakri pressu en Hamrarnir eru í sextánda sæti, fimm stigum frá fallsæti.

„Þessi pressa sem ég finn fyrir núna er alveg sú sama og ég hef fundið frá fyrsta degi hjá West Ham. Ég vil taka næsta skref með liðinu, ekki bara forðast fall. Við reynum að bæta okkar spilamennsku," segir Pellegrini.

West Ham, mætir Tottenham á laugardag.

„Leikirnir gegn Tottenham eru alltaf sérstakir, sama hvar liðin eru í töflunni."

Jose Mourinho er tekinn við Tottenham og Pellegrini var spurður út í samband þeirra tveggja.

„Hann er ekki vinur minn en heldur ekki óvinur. Við erum með ólíkar hugmyndir um fótbolta. Hann tók bara við í gær svo ég tel að handbragð hans sjáist ekki strax, ég reikna með að sjá Tottenham spila áfram á svipaðan hátt," segir Pellegrini.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner