Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Podolski og Adam Örn að verða liðsfélagar?
Podolski gerði 49 mörk í 130 landsleikjum.
Podolski gerði 49 mörk í 130 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Pólskir fjölmiðlar greina frá því að þýski framherjinn Lukas Podolski gæti gengið í raðir Gornik Zabrze í Póllandi í janúarglugganum. Adam Örn Arnarson er á mála hjá félaginu.

Podolski er fæddur í Póllandi en ólst upp í Þýskalandi og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu eftir að pólski þjálfarinn hafði neitað honum.

Podolski er mikill stuðningsmaður Gornik Zabrze og gaf loforð í fortíðinni um að hann ætlaði að opna myndi enda atvinnumannaferilinn hjá félaginu.

Podolski er búinn að vera hjá Vissel Kobe í Japan síðustu 2 og hálft ár en samningur hans við félagið rennur út í lok janúar. Podolski verður 35 ára næsta sumar og skoraði 14 mörk í 54 leikjum með Vissel.

Podolski verður því frjáls ferða sinna í janúar, en hann hefur oft talað um að vilja opna ísbúð og kebab stað í heimalandinu.

Adam Örn og félagar í Gornik Zabrze eru þessa stundina í neðri hluta pólsku deildarinnar, með 16 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner