Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mán 21. nóvember 2022 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: England lækkaði niður í röddum um leiðinlegan fótbolta
Bellingham og Saka voru frábærir.
Bellingham og Saka voru frábærir.
Mynd: Getty Images
England byrjar af krafti.
England byrjar af krafti.
Mynd: Getty Images
England 6 - 2 Íran
1-0 Jude Bellingham ('35 )
2-0 Bukayo Saka ('43 )
3-0 Raheem Sterling ('45 )
4-0 Bukayo Saka ('62 )
4-1 Mehdi Taremi ('65 )
5-1 Marcus Rashford ('71 )
6-1 Jack Grealish ('90 )
6-2 Mehdi Taremi (90, víti)

England fór ansi illa með Íran í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í Katar. Englendingar hafa á síðustu mánuðum verið gagnrýndir fyrir að spila leiðinlegan fótbolta en þannig var það alls ekki í dag.

England var með tögl og haldir á leiknum frá upphafi til enda. Jude Bellingham, yngsti leikmaður enska liðsins, kom liðinu á bragðið með flottu skallamarki eftir rúmlega hálftíma leik. Varð hann þar með næst yngsti leikmaður Englands til að skora á HM, en hann er 19 ára. Michael Owen er sá yngsti.

Bukayo Saka og Raheem Sterling bættu við mörkum fyrir leikhlé, en mark Saka var einstaklega glæsilegt. Hann er næst yngsti leikmaðurinn í hópnum á eftir Bellingham.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin úr fyrri hálfleik: Tveir yngstu leikmenn Englands skoruðu

England hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum. Saka gerði sitt annað mark á 62. mínútu, og fjórða mark Englands.

Mehdi Taremi minnkaði muninn fyrir Íran en í kjölfarið bættu tveir varamenn við mörkum fyrir England: Fyrst Marcus Rashford og svo Jack Grealish.

Englendingar fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir VAR-skoðun undir lokin, peysutog hjá John Stones. Taremi fór á punktinn og skoraði af öryggi, minnkaði muninn í 6-2.

Lokatölurnar 6-2 og stórkostlegur sigur staðreynd í fyrsta leik hjá Englandi. Í kvöld mætast Bandaríkin og Wales í þessum riðli, en næsti leikur dagsins er viðureign Senegal og Hollands.
Athugasemdir
banner
banner
banner