Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   þri 21. nóvember 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lindelöf lét félaga sinn hafa fyrirliðabandið í kveðjuleiknum
Ekdal fór af velli á 70. mínútu í tilefni 70. landsleiksins.
Ekdal fór af velli á 70. mínútu í tilefni 70. landsleiksins.
Mynd: EPA
Albin Ekdal lék sinn 70. landsleik í fyrradag og jafnframt þann síðasta þegar Svíþjóð lagði Eistland að velli í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM2024.

Ekdal lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fékk fyrirliðabandið frá Victor Lindelöf fyrir leikinn í gær og var Ekdal fyrirliði í leiknum. Ekdal fékk standandi lófatak frá áhorfendum á Vinavöllum þegar hann fór af velli. Í kjölfarið fékk Lindelöf, sem er aðalfyrirliði landsliðsins, fyrirliðabandið.

Ekdal er að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hann er 34 ára og spilar með Spezia. Hann var talið mikið efni á sínum tíma og var á mála hjá Juventus. Á ferlinum hefur hann leikið með Brommapojkarna, Juventus, Siena, Bologna, Cagliari, HSV, Sampdoria og nú Spezia.

Lindelöf lék sinn fyrsta landsleik árið 2016 og hefur hann því leikið með Ekdal í landsliðinu í sjö ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner