Albin Ekdal lék sinn 70. landsleik í fyrradag og jafnframt þann síðasta þegar Svíþjóð lagði Eistland að velli í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM2024.
Ekdal lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fékk fyrirliðabandið frá Victor Lindelöf fyrir leikinn í gær og var Ekdal fyrirliði í leiknum. Ekdal fékk standandi lófatak frá áhorfendum á Vinavöllum þegar hann fór af velli. Í kjölfarið fékk Lindelöf, sem er aðalfyrirliði landsliðsins, fyrirliðabandið.
Ekdal lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fékk fyrirliðabandið frá Victor Lindelöf fyrir leikinn í gær og var Ekdal fyrirliði í leiknum. Ekdal fékk standandi lófatak frá áhorfendum á Vinavöllum þegar hann fór af velli. Í kjölfarið fékk Lindelöf, sem er aðalfyrirliði landsliðsins, fyrirliðabandið.
Ekdal er að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hann er 34 ára og spilar með Spezia. Hann var talið mikið efni á sínum tíma og var á mála hjá Juventus. Á ferlinum hefur hann leikið með Brommapojkarna, Juventus, Siena, Bologna, Cagliari, HSV, Sampdoria og nú Spezia.
Lindelöf lék sinn fyrsta landsleik árið 2016 og hefur hann því leikið með Ekdal í landsliðinu í sjö ár.
Albin Ekdal i tårar – får stående ovationer från de svenska fansen i sista landskampen ?????? pic.twitter.com/ktEa7udyYn
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) November 19, 2023
Athugasemdir