mið 22. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét Eva skrifar undir tveggja ára samning við Víking
Margrét Eva Sigurðardóttir.
Margrét Eva Sigurðardóttir.
Mynd: Víkingur R.
Margrét Eva Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking Reykjavík.

Margrét Eva, sem er fædd árið 1999, á djúpar rætur í Víking. Margrét lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 15 ára gömul árið 2015 með HK/Víking og alls 15 leiki það tímabil, enn á 3. flokks aldri.

Margrét hefur nú leikið alls 130 meistaraflokksleiki og á 6 leiki með U-19 ára landsliði Íslands. Margrét Eva var einn af burðarstólpum í efstudeildarliði HK/Víkings tímabilin 2018 og 2019.

„Knattspyrnudeild Víkings fagnar því að Margrét Eva muni spila með nýju liði Víkings í 1. deild kvenna sumarið 2020," segir í tilkynningu Víkinga.

HK og Víkingur ákváðu að slíta samstarfi eftir síðasta tímabil og mun Víkingur taka sæti liðsins í 1. deild. HK er í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner