Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Rashford stefnir á að ná lokasprettinum á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, stefnir á að ná lokasprettinum á tímabilinu með Manchester United og vera kominn í gott form fyrir EM landsliða í sumar.

Rashford verður frá keppni næstu mánuðina eftir álagsbrot í baki en hann meiddist í bikarleik gegn Wolves í síðustu viku.

Robin van Persie, fyrrum framherji Manchester United, greindi frá því um helgina að hann hefði verið frá keppni í fjóra mánuði eftir samskonar meiðsli á ferli sínum.

Samkvæmt frétt The Athletic í dag stefnir Rashford hins vegar á að vera fyrr klár í slaginn og bjartsýni ríkir hjá United um að hann nái lokakafla tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner